fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 08:19

Veðurkort dagsins. Mynd:Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er byrjað að hvessa af suðaustri og verður stormur eða súld víða sunnan- og vestanlands þegar kemur fram á morguninn. Er því rétt hjá fólki að fara varlega, einkum nærri fjöllum á Suður- og Vesturlandi en þar geta öflugir vindstrengir myndast með tilheyrandi hviðum.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar sem víkur einnig að Norður- og Austurlandi í hugleiðingum sínum.

„Á Norður- og Austurlandi er hann heldur hægari og lengst af þurr, en óvenju hlýtt er á landinu miðað við að kominn er miður desember og má reikna með að hiti fari vel yfir 10 stig í hnúkaþey fyrir norðan. Þetta væri í sjálfu sér kærkominn ylur í skammdeginu, nema að fannfergi er í Eyjafirði, jafn vel víðar á Norðurlandi og þegar hlánar myndast vitaskuld leysingarvatn, sem vonandi á greiða leið í fráveitukerfin. Við skulum því óska þess að norðanmönnum takist að hreinsa vel götur, gangstéttir og niðurföll þ.a. leysingin valdi ekki vandræðum og eignatjóni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúta logaði í Borgartúni

Rúta logaði í Borgartúni
Fréttir
Í gær

Ásu Guðbjörgu og börnum brugðið eftir að lögreglan sneri aftur á heimili þeirra – „Þau bara ná ekki utan um þetta“

Ásu Guðbjörgu og börnum brugðið eftir að lögreglan sneri aftur á heimili þeirra – „Þau bara ná ekki utan um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vinnumálastofnun mátti ekki neita fólki um atvinnuleysisbætur bara því þau voru eigendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn eða prókúruhafar fyrirtækja í virkum rekstri

Vinnumálastofnun mátti ekki neita fólki um atvinnuleysisbætur bara því þau voru eigendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn eða prókúruhafar fyrirtækja í virkum rekstri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður