fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 08:19

Veðurkort dagsins. Mynd:Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er byrjað að hvessa af suðaustri og verður stormur eða súld víða sunnan- og vestanlands þegar kemur fram á morguninn. Er því rétt hjá fólki að fara varlega, einkum nærri fjöllum á Suður- og Vesturlandi en þar geta öflugir vindstrengir myndast með tilheyrandi hviðum.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar sem víkur einnig að Norður- og Austurlandi í hugleiðingum sínum.

„Á Norður- og Austurlandi er hann heldur hægari og lengst af þurr, en óvenju hlýtt er á landinu miðað við að kominn er miður desember og má reikna með að hiti fari vel yfir 10 stig í hnúkaþey fyrir norðan. Þetta væri í sjálfu sér kærkominn ylur í skammdeginu, nema að fannfergi er í Eyjafirði, jafn vel víðar á Norðurlandi og þegar hlánar myndast vitaskuld leysingarvatn, sem vonandi á greiða leið í fráveitukerfin. Við skulum því óska þess að norðanmönnum takist að hreinsa vel götur, gangstéttir og niðurföll þ.a. leysingin valdi ekki vandræðum og eignatjóni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu