Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn í frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16 í dag. sökum veðurs.
Veður fer versnandi á höfuðborgarsvæðinu upp úr fjögur og verður slæmt fram eftir kvöldi. Spáð er vaxandi suðaustanátt en hvassast verður á Kjalarnesi og í efri byggðum.
Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Norðurlandi eystra og Miðhálendi.
Á vef Veðurstofu er fólk hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.