fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Ölvaður maður veittist að fólki – Fjöldi ökumanna í vímu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 06:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í veitingahúsi í miðborginni en hann mun hafa verið að ráðast að fólki. Hann var vistaður í fangageymslu. Á öðrum tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn á veitingahúsi í Breiðholti. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á þriðja tímanum í nótt var ofurölvi kona handtekin þar sem hún lá á gangstétt í Bústaðahverfi. Ekki reyndist unnt að aka konunni heim og því þurfti að vista hana í fangeymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vörslu fíkniefna.

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um ölvun við akstur.

Tveir ökumenn sáu á eftir skráningarnúmerum bifreiða sinna í gærkvöldi en þær reyndust vera ótryggðar og því voru númerin fjarlægð. Einn ökumaður var stöðvaður í gærkvöldi en sá reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot hans að ræða á sviptingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”