fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
433Sport

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. desember 2018 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Joe Cole og Rio Ferdinand voru í setti BT Sport í gær og fjölluðu um leik Chelsea og Manchester City.

Chelsea varð fyrsta liðið til að sigra City í deildinni á tímabilinu og hafði betur að lokum, 2-0.

Tvímenningarnir ræddu um Kyle Walker, leikmann City en þeir voru ekki í beinni fyrir framan almenning er samræðurnar áttu sér stað.

Stuðningsmaður streymdi leiknum á netinu og fékk að sjá ýmislegt sem áhorfendur heima í stofu fengu hins vegar ekki að fylgjast með.

Ferdinand nefndi á meðal annars að Walker myndi kosta enska landsliðið reglulega vegna spilamennsku sinnar.

Hann ásakaði bakvörðinn fyrst um að vera sofandi á verðinum í fyrra marki Chelsea. Hann tók gagnrýnina þó lengra og telur að hann gæti kostað England stig í framtíðinni.

Cole tók undir þessi ummæli en sagðist ekki ætla að segja það í beinni þar sem þeir hittast reglulega í ræktinni.

Myndband af þessu má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur

Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gráðugur Vinicius hafnaði boði Real – Vill fá meiri pening

Gráðugur Vinicius hafnaði boði Real – Vill fá meiri pening
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í tveimur leikjum

Besta deildin: Jafnt í tveimur leikjum
433Sport
Í gær

Baunar á stjörnu liðsins sem sýndi öllum vanvirðingu – ,,Hann hefur beðið okkur afsökunar“

Baunar á stjörnu liðsins sem sýndi öllum vanvirðingu – ,,Hann hefur beðið okkur afsökunar“
433Sport
Í gær

Celtic sagt horfa til Liverpool – Gæti tekið mjög óvænt skref

Celtic sagt horfa til Liverpool – Gæti tekið mjög óvænt skref
433Sport
Í gær

Fernandes hefur engan áhuga á að fara

Fernandes hefur engan áhuga á að fara
433Sport
Í gær

Staðfestir tilboð frá Liverpool – Er loksins að snúa aftur til Englands

Staðfestir tilboð frá Liverpool – Er loksins að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Kom eiginkonunni verulega á óvart með þessari ákvörðun – ,,Heldur betur óvænt“

Kom eiginkonunni verulega á óvart með þessari ákvörðun – ,,Heldur betur óvænt“