fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Liðsfélagi Alfreðs er ótrúlegur: Fáir hefðu haldið áfram keppni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. desember 2018 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andreas Luthe, markvörður Augsburg í Þýskalandi, er harðhaus en hann lék með liðinu í tapi gegn Bayer Leverkusen í gær.

Luthe lenti í árekstri við Kevin Volland, leikmann Leverkusen, í síðari hálfleik er hann fékk hné sóknarmannsins í andlitið.

Hann var nokkuð illa farinn eftir þennan árekstur en hélt áfram keppni þrátt fyrir að hafa bitið af bút af tungu sinni.

,,Hálsinn á mér er frekar stífur og partur af tungunni minni er farinn en það er ekkert vandamál,“ sagði Luthe við Sky.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Luthe spilar meiddur en hann lék puttabrotinn á undirbúningstímabilinu.

Hann klæðist sérstökum hönskum en hann getur ekki jafnað sig alveg af þeim meiðslum og þarf því að spila meiddur í hverjum einasta leik.

Luthe er 32 ára gamall og er liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu