Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, sá leik Umm Salal og Al Arabi í Katar í gær.
Heimir er án félags þessa stundina en hann kvaddi landsliðið eftir HM í Rússlandi í sumar.
Á dögunum var greint frá því að Heimir væri á leið til Katar og virðist það nú vera rétt.
Talað var um að Heimir væri að tala við Al Arabi sem leikur í efstu deild í Katar.
Al Arabi hefur sjö sinnum fagnað sigri í efstu deild í Katar og er félagið staðsett í höfuðborg Doha.
Heimir þekkir það vel að þjálfa félagslið en hann vann áður með karla og kvennaliði ÍBV.
Former Iceland manager Heimir Hallgrímsson watched the match between Al Arabi and Umm Salal from the stands in preparation for taking over the training of Al Arabi SC in the coming period. @alarabi_club @QSL pic.twitter.com/UU3MzUoSqz
— Alkass Digital (@alkassdigital) December 9, 2018