fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
433Sport

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. desember 2018 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Snodgrass, leikmaður West Ham, fékk skýr skilaboð frá Manuel Pellegrini, stjóra liðsins í sumar.

Snodgrass mætti til æfinga of þungur eftir komu Pellegrini en hann lék með Aston Villa á síðustu leiktíð í láni.

Snodgrass hefur nú útskýrt af hverju hann mætti í slæmu standi til baka en hann þurfti að ferðast mikið hjá Villa. Snodgrass er búsettur í London en Villa er staðsett í Birmingham.

,,Ég sagði við þjálfarann: ‘Þú mátt prófa að ferðast frá London til Birmingham, borða á ferðinni og á sama tíma halda jöfnu mataræði!’ sagði Snodgrass.

,,Ég var að ferðast næstum því 450 kílómetra á dag. Ég kom alls staðar við í landinu.“

,,Ég var í láni á síðustu leiktíð og það var erfitt að koma fyrir einhverri rútínu. Þetta var örugglega erfiðasta ár sem ég hef upplifað.“

,,Ég reyndi að vera fjölskyldumaður og knattspyrnumaður á sama tíma, það er mjög erfitt.“

,,Ég sagði við hann: ‘Ég mun gefa allt í sölurnar, gefðu mér bara tækifæri og ég mun grípa það – Ef ekki þá kenni ég sjálfum mér um.’

,,Planið var aldrei að koma hingað og taka bara þátt. Ég vildi vera partur af liðinu og vinna fyrir mínum launum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’