fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. desember 2018 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dominic Thompson, ungur leikmaður Arsenal, er heppinn að vera á lífi eftir bílslys sem átti sér stað í gær.

Thompson er aðeins 18 ára gamall og þykir efnilegur en hann var á leið á æfingasvæði félagsins er slysið átti sér stað.

Mercedes bifreið Thompson klessti á Citroen bifreið á miklum hraða og var síðarnefndi bíllinn í mun verra ástandi eftir áreksturinn.

Stuttu eftir fyrri áreksturinn kom annar bíll á miklum hraða en ung kona var við stýrið og náði ekki að hemla nógu fljótt til að koma í veg fyrir frekari árekstur.

Hún ræddi við fjölmiðla eftir slysið og kennir þessum unga bakverði um það sem átti sér stað.

,,Ég fór úr bílnum og hann var þarna klæddur í Arsenal fötin með Arsenal bakpoka. Bíllinn sem hann klessti á fyrst var mjög skemmdur og bílstjórinn var fastur og komst ekki út,“ sagði konan.

,,Það var hringt á lögregluna og ég reyndi að opna dyrnar á bílnum. Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn.“

,,Hann sagðist hafa verið að reyna að forðast það að keyra yfir rautt plastbrot sem var á veginum en það var mjög augljóst að það var eitthvað að trufla hann við stýrið.“

Hvorki Thompson né Arsenal hafa viljað tjá sig um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Í gær

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Í gær

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu