fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Útlendingar fengu allt aðra meðferð: Kvartað yfir að ég væri ekki nógu harður

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur var spurður út í það hvort hann hafi verið mikið í því að kvarta eða væla sem leikmaður.

Þorvaldur lék með Nottingham Forest, Stoke City og Oldham á Englandi á ansi öflugum ferli.

Hann segir að menningin hafi verið allt önnur í Englandi og að það hafi verið ómögulegt fyrir útlendinga að biðja um aukaspyrnu í leikjum.

,,Ekki í Englandi, ég held að það hafi verið kvartað yfir að ég hafi ekki verið nógu harður í Englandi en of harður hérna,“ sagði Þorvaldur.

,,Í Englandi þá var gaman að spila að því leyti til að þú máttir segja meira og dómarinn svaraði bara á móti.“

,,Í dag eru fleiri myndavélar og menn halda fyrir munninn á sér. Það er ekki hægt að neita því ef maður horfir á gamlar myndir að það voru leyfðar fleiri tæklingar, löppin mátti vera hærra uppi.“

,,Það þýddi ekki fyrir útlendinga að biðja um aukaspyrnu þá var kallað dýfa. Ég held að ég hafi ekki verið slæmur í því en ekki barnanna bestur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu