fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Erla Bolladóttir: „Traust mitt á kerfinu er orðið æði þunnt“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður illa með þennan frest og traust mitt á kerf­inu er orðið æði þunnt. Þetta er áfram­hald­andi ill meðferð og kúg­un,“ sagði Erla Bolladóttir á blaðamannafundi síðdegis í dag. Þetta kemur fram á mbl.is en DV greindi frá því fyrr í dag að endurupptökunefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála muni ekki birta niðurstöðu sína um hugsanlega endurupptöku málsins fyrr en á næsta ári. Erla sótti um endurupptöku á málinu árið 2014 og til stóð að nefndin myndi skila niðurstöðunni í þessum mánuði.

Í af­rit af bréfi End­urupp­töku­nefnd­ar sem Erlu barst í gær kemur fram að nefnd­inni hafi borist frétt­ir af því að ein­stak­ling­ur búi mögu­lega yfir upp­lýs­ing­um um hvarf Geirfinns og er úrskurðinum því frestað á meðan sett­ur rík­is­sak­sókn­ari skoðar málið.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Á blaðamannafundinum í dag sagði Erla að hún hefði sóttum end­urupp­töku á þeim for­send­um að frá upp­hafi ranns­sókn­ar hefðu lög verið brot­in og í gegn­um málsmeðferð alla, og að end­urupp­töku­nefnd ætti taka af­stöðu til þess hvort taka eigi upp málið á þeim for­send­um. Eftir margra mánaða bið hafi hún búist við að fá úrskurður nefndarinnar lægi nú fyrir.

Þá sagði hún stundum hallast að því að ástæðan fyrir þessum töfum á störfum nefndarinnar væri hræðsla. „Ég hef giskað á að þeir séu hrædd­ir,að hæsta­rétt­ar­lög­menn ótt­ist að koma fram fyr­ir hæsta­rétta­dóm­ara með þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur