fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Hið hræðilega slys á Hillsborough hafði áhrif á félagaskipti Þorvaldar: 96 létu lífið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson átti magnaðan feril sem leikmaður og nú sem þjálfari, hann var gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti 433.is.

Þorvaldur rekur þar sögu sína í fótboltanum en einn af merkilegri tímunum á hans ferli var hjá Nottingham Forest frá 1989 til 1993.

Þorvaldur varð Íslandsmeistari með KA árið 1989 og hafði áttað sig á því að hann gæti orðið atvinnumaður.

,,Takmarkið var alltaf að reyna að koma sér erlendis, þetta voru erfiðir gluggar. ,Ég sá fyrir mér að þetta væri eitthvað sem ég ætti að reyna að stefna,“ sagði Þorvaldur í þættinum.

Þorvaldur rifjar það upp þegar áhugi Nottingham, sem var stórveldi í enskum fótbolta kom upp.

,,Um haustið 88 og veturinn þar á eftir, þá voru þreifingar um að ég færi til Nottingham á reynslu í janúar 90, ég taldi það ekki gott þar ég var ekki í góðu standi. Guðjón Þórðarson og fleiri höfðu hjálpað til við það.“

Þorvaldur ætlaði að kíkja til félagsins fyrir tímabilið 89 en hið hræðilega slys á Hillsborough kom í veg fyrir það. 96 stuðningsmenn Liverpool létust á leiknum og var því frestað að Þorvaldur færi út.

,,Mér var boðið afur til æfinga vorið 89, þá vill svo til að slæmt slys verður í Sheffield. Það var undanúrslitaleikur þar sem Liverpool og Forest áttust við, Hillsborough slysið. Ég átti að vera kominn til þeira eftir þann leik, það frestaðist. Við héldum sambandi.“

,,Um mitt sumarið er frí vika, áttu að vera landsleikir en ég var ekki valinn. Ég ákvað að stökka til Nottingham og gá hvort það væri möguleiki.“

Þar stóð Þorvaldur sig frábærlega og var keyptur á 175 þúsund pund, á núvirði eru það 333 þúsund pund en slíkar upphæðist sjást aldrei í dag þegar íslenskir leikmenn fara frá liðum hér heima.

Viðtalið má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Í gær

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Í gær

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu