fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
433Sport

Grétar Rafn að ganga til liðs við Everton

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Rafn Steinsson er hættur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town. Frá þessu er greint í dag.

Fullyrt er að Grétar hafi unnið sinn síðasta dag fyrir félagið í gær, hann tekur til starfa hjá Everton.

Grétar verður yfirnjósnari Everton í Evrópu en sagt er að frá því verði greint á morgun.

Grétar mun sjá um að fylgjast með spennandi leikmönnum í Evrópu og stýra her útsendara, hvaða leikmenn þeir eigi að skoða.

Marcel Brands er yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton en hann og Grétar þekkjast vel.

Grétar lék með AZ Alkmaar þegar Brands var yfirmaður knattspyrnumála þar.

Grétar Rafn átti frábæran feril sem leikmaður en Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Everton í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’