fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Jafnt í stórleiknum á Old Trafford – Chelsea tapaði

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram sex leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þar á meðal stórleikur á Old Trafford.

Það var boðið upp á fínasta leik í Manchester en gestirnir í Arsenal komust tvisvar yfir. United svaraði þó í bæði skiptin í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.

Chelsea tapaði nokkuð óvænt er liðið heimsótti Wolves sem hefur verið í miklu basli undanfarið.

Chelsea komst yfir í fyrri hálfleik en Wolves kom sterkt til leiks í þeim síðari og vann að lokum 2-1 sigur.

Liverpool bauð upp á endurkomu gegn Burnley á Turf Moor. Burnley komst yfir áður en Liverpool skoraði þrjú mörk og fagnaði 3-1 sigri.

Tottenham vann þá Southampton 3-1, Fulham og Leicester skildu jöfn 1-1 og Everton og Newcastle gerðu einnig jafntefli með sömu markatölu.

Gylfi Þór Sigurðsson lék 70 mínútur fyrir Everton og Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Burnley.

Manchester United 2-2 Arsenal
0-1 Shkodran Mustafi(26′)
1-1 Anthony Martial(30′)
1-2 Alexandre Lacazette(68′)
2-2 Jesse Lingard(69′)

Burnley 1-3 Liverpool
1-0 Jack Cork(54′)
1-1 James Milner(62′)
1-2 Roberto Firmino(69′)
1-3 Xherdan Shaqiri(93′)

Everton 1-1 Newcastle
0-1 Salomon Rondon(19′)
1-1 Richarlison(38′)

Wolves 2-1 Chelsea
0-1 Ruben Loftus-Cheek(18′)
1-1 Raul Jimenez(61′)
2-1 Diego Jota(63′)

Fulham 1-1 Leicester City
1-0 Aboubakar Kamara(42′)
1-1 James Maddison(74′)

Tottenham 3-1 Southampton
1-0 Harry Kane(9′)
2-0 Lucas(51′)
3-0 Son Heung-Min(55′)
3-1 Charlie Austin(93′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar