fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Halldór Helgason tilnefndur sem snjóbrettamaður ársins

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyringurinn Halldór Helgason snjóbrettamaður er tilnefndur til þriggja verðlauna af vinsælasta og virtasta tímaritinu í snjóbrettaheiminum, Transworld Snowboarding.

Halldór er tilnefndur annað árið í röð sem snjóbrettamaður ársins, en þau verðlaun eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims, sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda tímaritsins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd.

Atriðið sem Halldór er tilnefndur fyrir er úr myndinni The Future of Yesterday, sem kom út i haust. Myndin er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins en bróðir Halldórs, Eiríkur Helgason, er einnig með atriði í myndinni.

Aðrir sem tilnefndir eru sem snjóbrettamenn ársins eru Torstein Horgmo, Kazu Kokubo, Eric Jackson og Austin Sweetin. 

Halldór er einn af viðmælendum í þriðju seríu Atvinnumenn Íslands sem Auðunn Blöndal vinnur nú að.

Fylgjast má með Halldóri á Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“