fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Emery var reiður út í Mourinho: Hann er grenjuskjóða

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á morgun er Arsenal heimsækir Manchester United.

Um er að ræða stórleik af bestu gerð en Arsenal er á mun betra róli þessa stundina undir stjórn Unai Emery.

Emery mætir þá Jose Mourinho en þeir mættust á sínum tíma er Emery var hjá Valencia og Mourinho hjá Real Madrid.

Emery var óánægður með Mourinho eftir leik liðana á sínum tíma en Real hafði betur 1-0 í deildinni.

Mourinho ákvað að telja upp öll mistök dómarans í þeim leik, eitthvað sem Emery var ekki sáttur með.

,,Við hjá Valencia erum með góða ástæðu til þess að kvarta yfir mistökunum sem urðu til þess að við töpuðum,“ sagði Emery.

,,Við ákváðum hins vegar ekki að gera það. Mourinho hagar sér eins og grenjuskjóða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’