Gylfi Þór Sigurðsson er okkar besti knattspyrnumaður í dag en hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi kom fyrst til Englands árið 2005 en hann samdi þá við Reading og fór beint í akademíu félagsins.
Gylfi segir að það hafi hjálpað sér mikið að hafa tvo Íslendinga með sér úti á þeim tíma en þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson léku með Reading.
,,Þetta var mjög góður tími en erfiður tími þegar ég kom yfir og gerðist strax atvinnumaður,“ sagði Gylfi.
,,Ég man eftir því að hafa verið svo þreyttur eftir æfingar. Tempóið og líkamsvinnan á æfingum, þetta var allt annað en ég var vanur.“
,,Ég var ekki sá stærsti og þegar ég var 15 ára þá æfði ég með U18 liðinu. Það voru margir strákar sem voru tveimur eða þremur á undan mér þegar kom að líkamsstyrk. Það var erfitt.“
,,Það var gott að hafa tvo eldri íslenska leikmann þarna, sérstaklega Ívar. Við eyðum enn tíma saman og erum í sambandi í dag. Hann er að koma á leikinn um helgina.“
,,Þetta var gott fyrir mig, sérstaklega sem 15 ára gamall strákur að koma yfir og vita ekki hvað ég var að fara út í. Það var gott að einhver hafi hjálpað mér, ég gat spurt þá út í allt.“