Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, kom í veg fyrir að aðrir leikmenn myndu yfirgefa ítalska félagið í sumar.
Þetta segir Gianluigi Buffon, markvörður Paris Saint-Germain en hann yfirgaf Ítalíumeistarana í sumar.
Buffon var ekki sá eini sem vildi komast burt en Juventus hefur undanfarin sjö ár unnið deildina á Ítalíu.
Hann segir þó að Juventus hafi komið í veg fyrir að aðrir leikmenn myndu fara með því að kaupa Ronaldo á risaupphæð frá Real Madrid.
,,Fyrir mig þá var þetta rétti tíminn til að kalla þetta gott,“ sagði Buffon við Sport Mediaset.
,,Juventus fann fyrir því að aðrir leikmenn hefðu getað farið og eina leiðin til að koma í veg fyrir það var að kaupa Cristiano.“