Ada Hegerberg, leikmaður Lyon í Frakklandi, er besti knattspyrnumaður heims í dag í kvennaflokki.
Hegerberg fékk Ballon d’Or verðlaunin afhent í Frakklandi í kvöld og er fyrst kvenna til að vinna þau verðlaun.
Hegerberg er 23 ára gömul en hún spilar með Lyon sem og norska landsliðinu.
Plötusnúðurinn Martin Solveig var á sviðinu þegar Hegerberg tók stolt á móti verðlaununum í fyrsta sinn.
Solveig varð sér algjörlega til skammar en hann spurði Hegerberg hvort hún kynni að ‘twerka’ sem er dans sem snýst að mestu leyti um að hrista rassinn.
Skammarleg hegðun hjá Solveig og var Hegerberg steinhissa eftir þessa spurningu og labbaði burt.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona, sá atvikið í kvöld og kom varla upp orði eftir þessa framkomu.
,,Ég á ekki til orð,“ skrifaði Glódís við myndband af atvikinu. Við tökum undir þessi ummæli.
Ég á ekki til orð…. https://t.co/U0Xl7UZB08
— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) 3 December 2018