fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Ballon d’Or í eigu Luka Modric – Sjáðu efstu tíu: Messi á óvæntum stað

Victor Pálsson
Mánudaginn 3. desember 2018 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luka Modric er besti leikmaður heims í dag en hann fékk afhent Ballon d’Or verðlaunin virtu í kvöld.

Um er að ræða virtustu einstaklingsverðlaun heims en Modric fékk lang flest stig eða 753 talsins.

Modric vann Meistaradeildina með Real Madrid í maí og komst svo í úrslit HM með Króatíu í sumar.

Modric var valinn bestur á árinu af bæði FIFA og UEFA og hefur nú bætt þriðju verðlaunum ársins í safnið.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa lengi skipt þessum verðlaunum á milli sín en nú varð loksins breyting á því.

Ronaldo var næstur Modric með 476 stig og Antoine Griezmann var í þriðja sætinu með 414 stig.

Messi er sá fimmti efsti í kjörinu en Kylian Mbappe, leikmaður Frakklands, fékk fleiri atkvæði.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2006 sem Messi hafnar ekki í einu af þremur efstu sætunum.

Bestu leikmenn ársins 2018:
1.Modric 753 stig
2.Cristiano 476 stig
3.Griezmann 414 stig
4.Mbappé 347 stig
5.Messi 280 stig
6.Salah 188 stig
7.Varane 121 stig
8.Hazard 119 stig
9. De Bruyne 29 stig
10.Kane 25 stig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’