Það er búið að draga í 32-liða úrslitin í enska bikarnum og er nú ljóst hvaða lið mætast í næstu umferð.
Hingað til hafa minni liðin verið í eldlínunni í keppninni en þau stóru byrja nú að taka þátt.
Jón Daði Böðvarsson og félagar í Reading fá skemmtilegt verkefni en liðið mætir Manchester United á Old Trafford.
Öll stærstu liðin munu taka þátt í næstu umferð en Liverpool mætir liði úr úrvalsdeildinni og heimsækir Wolves á Molineux Stadium.
Arsenal fær ansi auðvelt verkefni og mun mæta annað hvort utandeildarliði Solihull Moors eða Blackpool.
Hér má sjá dráttinn í heild sinni.
Bolton – Walsall eða Sunderland
Millwall – Hull City
Gillingham – Cardiff
Brentford – Oxford United
Sheffield Wednesday – Luton Town
Manchester United – Reading
Everton – Lincoln
Tranmere eða Southport – Tottenham
Preston – Doncaster Rovers
Newcastle – Blackburn Rovers
Chelsea – Nottingham Forest
Crystal Palace – Grimsby
Derby County – Southampton
Accrington Stanley – Ipswich
Bristol City – Huddersfield
Wrexham eða Newport County – Leicester City
Fulham – Oldham
Shrewsbury – Stoke City
Solihull Moors eða Blackpool – Arsenal
Manchester City – Rotherham
Bournemouth – Brighton
West Ham – Birmingham
Woking – Watford
Burnley – Barnsley
Queens Park Rangers – Leeds United
Sheffield United – Barnet
Norwich – Portsmouth
Guiseley eða Fleetwood – Wimbledon
West Bromwich Albion – Wigan
Middlesbrough – Peterborough/Bradford City
Wolves – Liverpool
Aston Villa – Swansea