Alexey Lomakin vonarstjarna hjá Lokomotiv Moskvu lést um helgina, aðeins 18 ára gamall.
Móðir hans lét vita af hvarfi hans á föstudag þegar hann skilaði sér ekki heim.
Lomakin fór í læknisskoðun hjá félaginu en kom aldrei aftur heim, eftir að skoðunin var á enda fór hann út á lífið með vinum sínum.
Hann skilaði sér ekki heim og móðir hans lét vita, leit fór af stað og fannst Lomakin látinn.
Leigubílstjóri kveikti á síma hans í gær en þá hafði hann verið skilinn eftir í bíl hans af Lomakin auk bakpoka hans.
Gríðarlegur kuldi er í Rússlandi þessa stundina og fraus þessi vonarstjarna í hel.