Framkvæmda stjóri Kvosarinnar, hótelsins sem rekur Klaustur, og rekstrarstjóri veitingastaðarins segja að það sé „ekki séns“ á því að ná fram hvellu hljóði með því að hreyfa til stóla á staðnum.Þetta kemur fram í frétt á vef Vísis.
Þingmenn Miðflokksins og Flokk fólksins gerðu grín að Freyju Haraldsdóttur meðan þeir sátu að sumbli á barnum Klaustur við Kirkjutorg. Á upptöku sem DV hefur undir höndum má heyra einn þingmann herma eftir sel þegar talið berst að Freyju. Upptakan er nokkuð óskýr og því ekki fyllilega ljóst hver þeirra hermdi eftir sel.
Í grein sem birtist á vef Kjarnans í gær greinir Freyja síðan frá því að Sigmundur Davíð hafi hringt í hana í kjölfar þess að fjölmiðlar greindu frá þeim hluta upptökunnar sem sneri að henni. Segir hún Sigmund Davíð hafa beðist afsökunar og jafnframt hafa komið með útskýringu á selahljóðunum.
„Hann útskýrði að selahljóðin hefðu líklega verið stóll að hreyfast og að uppnefnið Freyja Eyja hefði orðið til þegar fjarlægja þurfti vegg (sem hann kallaði eyju) af skrifstofu Miðflokksins vegna aðgengis.“
Í frétt sem birtist á vef Vísis í dag kemur fram að húsgögnin á Klaustri séu nýleg og plasttappar undir öllum fótum. Það staðfesta Íris Dögg Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Kvosarinnar, og C. Lísa Óskarsdóttir rekstrarstjóri.Blaðamaður Vísi gerði sjálfur tilraun að framkvæma sambærilegt hljóð og heyrist á fyrrnefndir upptöku. Fram kemur að það hafi reynst „ómögulegt.“
Þá benda C. Lísa og Íris á þá staðreynd að á kvöldin er spiluð tónlist á meðan gestir sitja í salnum og ætti það að yfirgnæfa hljóð, á borð við það þegar stóll er færður til á gólfi.
„Þegar það er komin tónlist í salinn og þú sest í stólinn þá heyrist ekki svona hátt í stólnum. Ef þú situr kyrr í stólnum og ert ekki markvisst að færa stólinn fram og til baka þá nærðu ekki þessu hljóði. Það er ekki séns.“