fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Mosfellingar halda áfram að láta í sér heyra: ,,Mannvirki í eigu Mosfellsbæjar eru í slíkri niðurníðslu að leit er að öðru eins“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. desember 2018 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Hallsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu er afar ósáttur með hvernig staðið er að málum í Mosfellsbæ.

Aðstöðuleysi í Mosfellsbæ er mikið þegar kemur að öllum íþróttum að mati Arnars sem skrifar pistil í Mosfelling.

Fólk í íþróttahreyfingunni í Mosfellsbæ hefur kvartað mikið síðustu ár en fögur loforð frá bæjarstjórn hafa ekki skilað sér á borðið.

,,Íþróttamannvirki að Varmá í eigu Mosfellsbæjar eru í slíkri niðurníðslu að leit er að öðru eins. Keppnisvöllurinn er ónýtur, grasrótin er að mestu dauð og völlurinn ónothæfur. Frjálsíþróttabrautin er stórskemmd og í mikilli niðurníðslu,“ skrifar Arnar.

Meira:
Aðstaðan í Mosfellsbæ líkt og árið 1960 – ,,Finnst lítið sem ekkert hafa áunnist þrátt fyrir fögur fyrirheit“

,,Tungubakkasvæðið er orðið að nothæfu beitilandi fyrir hross en vart nothæft til íþróttaiðkunar því það er svo óslétt að iðkendum beinlínis stafar hætta af. Búningsklefum hefur ekki verið haldið við í áraraðir og anna engan veginn þeirri fjölbreyttu og miklu íþróttastarfsemi sem er í gangi í bænum. Ungir knattspyrnuiðkendur mega mæta fullklæddir á æfingar og geta ekki farið í sturtu að þeim loknum. Búningsaðstaða meistaraflokks karla og kvenna í knattspyrnu er með því óþrifalegra og sorglegra sem finnst hérlendis. Búningsklefi meistaraflokks karla í handknattleik er sennilega gróðrarstía myglu því fúgunni í sturtuklefanum hefur fyrir löngu skolað burt. Rétt er að halda því til haga að nýlega var skipt um gervigras á æfingavelli félagsins og að sama skapi rétt að láta fylgja að það var þá eitt elsta og versta gervigras landsins.“

Pistill hans er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’