fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Nóttin logaði í slagsmálum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. desember 2018 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn lögreglu var mikið um slagsmál og ólæti í höfuðborginni í nótt og var mikill erill hjá flestum lögreglumönnum fram eftir nóttu.

Meðal margra mála má nefna að klukkan rúmlega fjögur í nótt var lögregla kölluð til vegna manns sem dyraverðir héldu föstum. Maðurinn sparkaði í lögreglumann og hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum. Hann gistir núna fangaklefa.

Um kl. 23 í gærkvöld var lögreglu tilkynnt um öskur og brothljóð frá íbúð í Vesturbænum. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru þar tveir karlmenn í annarlegu ástandi sem reyndust vera með fíkniefni á sér og voru þeir handteknir m.a. fyrir hótanir og húsbrot.

Um klukkan 22:00 var ökumaður stöðvaður grunaður um ölvunarakstur. Ökumaðurinn neitaði að gefa öndunarprufu og var því færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum.

Fleiri ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum, m.a. undir áhrifum kannabisefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi