Karlkyns eiginnafnið Leonardo er á meðal þeirra nafna sem fengu höfnun á fundi Mannanafnanefndar þann 20.nóvember síðastliðinn. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að íslensk karlmannsnöfn endi yfirleitt ekki á stafnum o. Nafnið geti ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, miðað við að eðlilegur íslenskur framburður nafnsins sé Leonardó.
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá bera átta drengir nafnið Leonardo í þjóðskrá sem uppfylla skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna og er sá elsti þeirra fæddur 2001. Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703–1920.
Samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar er .ess vegna er ekki hægt að líta svo á að nafnið Leonardo hafi unnið sér hefð í íslensku máli samkvæmt lögum um mannanöfn.
Nefndin hafnaði einnig kvenkyns eiginnöfnunum Ladý, Myrká, Yrena og Gleymér ei.
Í úrskurði nefndarinnar segir að nafnið Gleymér ei sé dregið af nafni jurtarinnar gleymmérei. Rithátturinn sé þó ekki hinn sami þar sem eiginnafnið sé aðeins skrifað með einu m-i.
Nefndin samþykkti hins vegar karlkyns eiginnafnið Mortan en samkvæmt úrskurði nefndarinnar tekur nafnið íslenskri beygingu í eignarfalli, Mortans, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. greinar laga um mannanöfn.
Nefndin samþykkti sömuleiðis kvenkyns eiginafnið Reyla, af sömu ástæðum.