fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Samferða standa fyrir tónleikum – Ágóði rennur óskiptur til einstaklinga og fjölskyldna í neyð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðarsamtökin Samferða hafa undanfarin ár staðið að viðburðum víða um land og hefur ágóði runnið óskiptur til einstaklinga og fjölskyldna í neyð. Sá síðasti í ár verður haldinn í Bæjarbíói í kvöld og koma Laddi, Jón Jónsson, Páll Rósinkranz, Bjarni Ara og Svala fram. Allur ágóði rennur til þeirra sem minna mega sín.

„Við byrjuðum í Hnífsdal og fórum svo til Akureyrar og Vestmannaeyja. Stefnum svo að því að bæta Neskaupstað við á næsta ári og þá náum við að vera í öllum landsfjórðungum,“ segir Rútur Snorrason hjá Samferða í viðtali við Fjarðarpóstinn, en hann hefur veg og vanda að skipulagningu viðburðanna, sem hefur alls staðar verið tekið alveg ótrúlega vel, bæði af tónlistarmönnum og áhorfendum.

Við erum ekki með neina yfirbyggingu og því höfum við treyst algjörlega á samstarfsaðila, sem er algjörlega ómetanlegt, eins og Flugfélagið Erni, Olís og Bílaleigu Akureyrar. Ef þeirra nyti ekki við værum við ekki að fara svona víða um landið. Sama má segja um Palla í Bæjarbíó, þar sem við fáum að vera með viðburðinn. Af virðingu við listamennina viljum við að sjálfsögðu fylla húsið. Allir gefa vinnu sína og enginn kostnaður er við viðburðina og ef það er einhver kostnaður þá tek ég hann á mig.

Verða vonandi fastir liðir

Rútur segir að bæjarblöð og fyrirtæki á hverjum stað þar sem viðburðirnir eru haldnir séu smám saman að taka við sér. „Það tekur tíma að kynnast samtökunum okkar og skilja út á hvað þau ganga. Við erum að gefa heimafólki tækifæri á að koma sér á framfæri, þá bæði ungt og efnilegt fólk að stíga sín fyrstu skref og svo líka stjörnur. Svo eru þetta kjörin tækifæri til að kynna okkur sem samtök og vonandi verða þetta fastir liðir á sem flestum stöðum.“ Þá sé stefnan að vera með heimafólk að skemmta á viðburðunum, í bland við frægt fólk frá höfuðborgarsvæðinu. Á næsta ári muni peningur sem safnast verða skilinn eftir fyrir einstaklinga og fjölskyldur í hverjum landsfjórðungi fyrir sig.

100 kall mánaðarlega skiptir sköpum

Einnig sé í bígerð að kynna almennilega fyrir almenningi hvernig samtökin starfi. „Við vinnum fyrst og fremst eftir ábendingum, en ekki til dæmis umsóknum. Við viljum fá fólk með okkur í að láta vita af fólki í neyð sem er ekkert endilega að trana sér fram eða vekja athygli. Það skiptir gríðarlegu máli,“ segir Rútur og að þótt mikið sé að gera sé ofboðslega gefandi að standa í þessu. „Við erum með hugmynd í vinnslu um að fólk geti til dæmis styrkt okkur um 100 kall mánaðarlega. Það munar litlu fyrir hvern og einn, enn er svo fljótt að koma ef margir taka þátt á landsvísu.“

Hægt er að styrkja samtökin beint með því að leggja inn á reikning 327-26-114, kt. 651116-2870 og einnig með því að hringja eða senda sms í 907-1081 (1.000 kr), 907-1083 (3000 kr), 907-1085 (5.000 kr) og 907-1090 (10.000 kr).

Samferða á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“