Dagbjartur Heiðar Arnarsson hefði orðið 18 ára í gær. Þann 23. september 2011 svipti hann sig lífi, 11 ára gamall. Hann var fórnarlamb eineltis alla sína skólagöngu og hafði gert nokkrar tilraunir til sjálfsvígs fyrir 11 ára aldur. Foreldrar hans hafa alla tíð verið opinská um sjálfsvíg hans, í þeim tilgangi að opna augu almennings fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem einelti getur haft í för með sér.
„Ég held að þetta hafi að vissu leyti opnað augu fólks fyrir einelti og hversu mikil dauðans alvara það er. Mér finnst hafa orðið ákveðin vitundarvakning í kjölfarið á þessu, eins og fólk sé orðið meðvitaðra um vandann. Það er ekki lengur litið á þetta sem bara einhver „strákapör.“
Við verðum öll að hjálpast að og stöðva einelti. Staldraðu við – hugsaðu málið!