fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fókus

Fiskbúð Fúsa opnar á mánudag – „Þetta er allt að smella hægt en örugglega“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigfús Sigurðsson, fyrrum handboltamaður, opnar á mánudag Fiskbúð Fúsa að Skipholti 70 í Reykjavík. Þar var áður Hafið fiskverslun, en Fúsi keypti reksturinn.

Þó að draumurinn um eigin fiskbúð hafi blundað lengi í Fúsa, er aðdragandinn að kaupum og opnun þó afar stuttur. Systir hans og mágur koma að kaupunum og var skrifað undir kaupsamning á miðvikudag og Fúsi ætlar að opna á mánudag.

Fúsi er einn af þekktustu handboltamönnum landsins og spilaði hann með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Eftir að ferlinum lauk, þá var komið að plani B og fór svo að Fúsi fór að vinna hjá Kristjáni í Fiskikónginum fyrir jólin 2013. Líkaði honum vinnan vel og á mánudag rætist draumurinn um eigin fiskbúð.

Í samtali við DV segir Fúsi að það sé allt að smella hægt en örugglega. „Ég verð alla helgina að gera allt tilbúið og ætti að ná töluvert miklu.“

Allir ættu að geta fundið fisk við sitt hæfi í Fiskbúð Fúsa, sem sjálfur ólst upp við að allur fiskur var á boðstólnum heima hjá honum. „Þannig að mér ber eiginlega bara skylda að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 4 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi