fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Íslenskir listamenn sýna í Los Angeles

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Eilíf, Katrína Mogensen, Kristín Morthens og Sara Björg sýna í Durden and Ray, Los Angeles. 

Efri röð, vinstri til hægri: Freyja Eilíf, Sara Björg. Neðri röð, vinstri til hægri, Katrína Mogensen, Kristín Morthens.

Þann 10. nóvember opnar sýningin Synthetic Shorelines í Durden and Ray gallerí í Los Angeles, samsýning átta íslenskra og bandarískra listamanna sem er sýningarstýrt af Freyju Eilíf í samvinnu við Durden and Ray, kollektíf sýningarstjóra og listamanna í Los Angeles. Á sýningunni eru framsett verk fjögurra íslenskra og fjögurra bandarískra listamanna sem skoða gervistrandlínur og manngerð landamæri, áferðir og formgerðir sem mætast í nýstárlegum hugmyndum og lifandi hugsunum. Listamenn sem eiga verk í sýningunni eru: Dani Dodge, David Leapman, Freyja Eilíf, Katrína Mogensen, Kristín Morthens, Sara Björg og Ty Pownall. 

Mynd af verkinu „Leiðsla inn á stafrænar víddir“ eftir Freyju Eilíf þar sem gestum býðst hugleiðsla inn í eigin sýndarveruleik til að ná sambandi við eigin tölvuanda.

Sýningaropnun verður 10. nóvember 19:00 – 22:00 í Durden and Ray gallerí, 1206 Maple Ave, #823 og sýningin stendur opin til 1. desember. Þann 17. nóvember fremur Katrína Mogensen svo gjörninginn „Dog barks like girl“ í rýminu. 

Freyja Eilíf

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Í gær

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu