fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Yfirlýsing: „Ég er stúlkan sem Björn Bragi áreitti – Ég óska einlæglega að þessu linni“

Ágúst Borgþór Sverrisson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 30. október 2018 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlkan sem Björn Bragi áreitti á Akureyri á dögunum hefur sent frá sér yfirlýsingu. Segir hún að eftir að hún tók upp myndskeið af athæfi Björns Braga og sendi á vini sína hafi farið af stað atburðarás sem hún hafði enga stjórn á. Stúlkan segir jafnframt að hún og fjölskylda hennar taki afsökunarbeiðni Björns Braga góða og gilda. Stúlkan skrifar eftirfarandi í yfirlýsingu sinni sem hún sendi á DV:

„Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.“

Segir atvikið ekki vera alvarlega kynferðislega áreitni

Stúlkan segist jafnframt ekki flokka atvikið sem alvarlega kynferðislega áreitni og skrifar:

„Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.“

Yfirlýsingin í heild er svohljóðandi:

Yfirlýsing.

Ég sendi þessa yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna frétta af atviki á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sl., sunnudags, þar sem landsþekktur skemmtikraftur og fjölmiðlamaður er sakaður um háttsemi sem sé kynferðisleg áreitni við stúlku.

Ég er sú stúlka sem um ræðir.

Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.

Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.

Ég vil taka fram að mjög fljótlega í því ferli sem fór af stað eftir að myndirnar fóru út, hefur þessi einstaklingur sem í hlut átti, nokkrum sinnum haft samband við mig og foreldra mína og beðist fyrirgefningar á framkomu sinni.

Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna.

Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki  umfjöllunarefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra