Í morgun samþykkti bæjarráð Garðabæjar beiðni Stjörnunnar um að körfuboltaleikvangur félagsins, sem hingað til hefur borið hið forna nafn Ásgarður, fái heitið Mathús Garðabæjar höllin.
„Deildin hefur komist að samkomulagi við Mathús Garðabæjar að salurinn beri nafn fyrirtækisins í umfjöllun fjölmiða. Þannig að heimaleikir Stjörnunnar í körfubolta fari fram í Mathús Garðabæjar höllinni.“
Samningurinn er til eins árs, en margir hafa látið í ljós undrun sína á samfélagsmiðlum með þessa ákvörðun, þar sem nafnið þyki ekkert sérstaklega þjált, né fallegt.
Til dæmis áréttar Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason hvernig nafnið beygist:
Bara svo það sé á hreinu frá upphafi og enginn lendi í vandræðum með að beygja þetta fallega, þjála nafn:
Nf. Mathús Garðabæjar höllin
Þf. Mathús Garðabæjar höllina
Þgf. Mathúsi Garðabæjar höllinni
Ef. Mathúss Garðabæjar hallarinnar pic.twitter.com/toJciJlCAi— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) October 30, 2018
garðabær gonna garðabær pic.twitter.com/dd9z8qzoTA
— Berglind Festival (@ergblind) October 30, 2018
Spái því að þessu barni verði strítt pic.twitter.com/cH4730LUcL
— Atli Fannar (@atlifannar) October 30, 2018