

Pólsku bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa einnig krafist bóta en þeir voru í einangrun í viku. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að ríkislögmaður hafi hafnað bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hafi sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu þar sem hann hafi verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Að hann hafi gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarásinni og hafi ekki viljað leyfa lögreglunni að skoða síma sinn.
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns Trausta, segir að fráleitt að halda því fram að Jón Trausti hafi sjálfur stuðlað að einangrunarvist í 21 dag. Framburður Jóns hafi alltaf verið afdráttarlaus og í samræmi við frásagnir vitna.