fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Þjálfari Ara handtekinn – Íslendingur tekur við

Victor Pálsson
Mánudaginn 22. október 2018 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Maes, þjálfari Lokeren í Belgíu, hefur verið handtekinn en hann er grunaður um að hafa hagrætt úrslitum leikja.

Maes hefur verið þjálfari Lokeren síðan á síðasta ári en hann tók við liðinu af Rúnari Kristinssyni.

Maes er 54 ára gamall Belgi en hann hefur áður starfað hjá liðum eins og KV Mechelen og Genk.

Maes er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Belgíu en hann er grunaður um að vera partur af stóru svikamáli.

Óvíst er hvað verður um Maes eins og er en Arnar Þór Viðarsson mun taka við Lokeren tímabundið.

Arnar Þór hefur verið aðstoðarmaður Maes en mun sjá um liðið á meðan rannsóknin fer fram.

Einn Íslendingur er á mála hjá Lokeren en Ari Freyr Skúlason spilar með félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frá Norwich til Barcelona

Frá Norwich til Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svona brást Messi við spurningu um kynlíf sitt – „Í alvöru?“

Svona brást Messi við spurningu um kynlíf sitt – „Í alvöru?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Deeney urðar yfir leikmann United og segir hann fávita ef fréttirnar eru sannar

Deeney urðar yfir leikmann United og segir hann fávita ef fréttirnar eru sannar
433Sport
Í gær

Opinbera greiðslurnar sem rata til Íslands – Flestar milljónirnar í Kópavoginn

Opinbera greiðslurnar sem rata til Íslands – Flestar milljónirnar í Kópavoginn
433Sport
Í gær

Hugsanlega mikið áfall fyrir Liverpool

Hugsanlega mikið áfall fyrir Liverpool