fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433

Arsenal kom til baka og vann góðan sigur – Magnaður Özil

Victor Pálsson
Mánudaginn 22. október 2018 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal 3-1 Leicester
0-1 Hector Bellerin(sjálfsmark, 31′)
1-1 Mesut Özil(44′)
2-1 Pierre-Emerick Aubameyang(63′)
3-1 Pierre-Emerick Aubameyang(66′)

Arsenal vann sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið fékk lið Leicester City í heimsókn á Emirates.

Gestirnir í Leicester byrjuðu leikinn afar vel og komust yfir í fyrri hálfleik er Hector Bellerin varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Staðan var 1-0 þar til undir lok fyrri hálfleiks er Mesut Özil jafnaði fyrir Arsenal með fallegu marki. Özil átti stórkostlegan leik í sigrinum.

Það var svo Pierre-Emerick Aubameyang sem gerði gæfumuninn eftir að hafa komið inná í síðari hálfleik.

Aubameyang bætti við tveimur mörkum fyrir Arsenal stuttu eftir að hafa komið inná og var það Özil sem upp það seinna.

3-1 sigur Arsenal því staðreynd og heldur sigurganga liðsins áfram. Liðið hefur unnið tíu leiki í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
433Sport
Í gær

Sá síðasti sem þú bjóst við í þessu hlutverki: Er óvænt aðdáandi og ákvað að slá til – Sjáðu myndbandið sem gladdi marga

Sá síðasti sem þú bjóst við í þessu hlutverki: Er óvænt aðdáandi og ákvað að slá til – Sjáðu myndbandið sem gladdi marga
433Sport
Í gær

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar