fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Jón Daði lét atvinnumenn á Englandi smakka sviðasultu – ,,Ekki möguleiki“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. október 2018 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Reading hefur gaman af því að borða íslenskan mat en hann hefur lengi búið erlendis.

Jón Daði hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðustu ár en hann fékk sviðasultu um daginn til sín.

Jón ákvað að fara með hana á æfingasvæði Reading og gefa liðsfélögum sínum að smakka, sumir tóku vel í því. Aðrir ekki.

Jón Daði byrjaði á að reyna að gefa Sone Aluko liðsfélaga sínum sviðasultu. ,,Ekki séns,“ sagði Aluko, sem hafði ekki neinn áhuga á að smakka.

Aðrir fengu sér bita en Jón Daði hafði skorið bitana snyrtilega niður. Sumum fannst þetta gott en aðrir sýndu svipbrigði sem bentu til þess að þeim þætti þetta ekki gott.

Hægt er að sjá klippur af þessu í story á Instagram hjá Jóni Daða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi
433Sport
Í gær

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Í gær

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag