fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Arnór Borg gerir vel í atvinnumennsku – ,,Kostir og gallar við Guðjohnsen nafnið“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 20. október 2018 10:27

Arnór, Arnór og Eiður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Borg Guðjohnsen er ungur leikmaður Swansea og hefur hann undanfarið gert það gott með yngri liðum félagsins.

Arnór er sonur Arnórs Guðjohnsen en bróðir hans er Eiður Smári Guðjohnsen, Eiður og faðir hans eru tveir af bestu knattspyrnumönnum í sögu Íslands.

Arnór er miðjumaður en hann er fæddur árið 2000 og er því aðeins 18 ára gamall.

,,Að hafa pabba minn og bróðir í fótbolta hefur gefið mér innblástur,“ segir Arnór Borg.

,,Þeir voru báðir leikmenn og ég horfi upp til þeirra, pabbi hefur kennt mér mikið á ferli mínum.“

,,Þeir gefa mér mörg góð ráð og hafa gert síðustu ár, við ræðum saman eftir leiki og þeir tala um hluti sem ég get bætt.“

,,Það eru kostir og gallar við það að hafa Guðjohnsen nafnið.“

,,Ég fæ góð ráð og leiðbeiningar frá fjölskyldu minni sem hefur upplifað fótboltann á meðal þeirra bestu.“

Arnór segir að það geti fylgt því pressa að vera Guðjohnsen.

,,Þetta getur búið til meiri pressu, ég reyni að feta í fótspor þeirra, fólk býst við því að ég verði jafn góður og pabbi og bróðir minn voru.“

Horfir upp til Gylfa:

Hjá Swansea er Gylfi Þór Sigurðsson goðsögn og horfir Arnór upp til hans.

,,Gylfi var líklega það fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég heyrði af áhuga Swansea á mér.“

,,Hann er átrúnaðargoð mitt, við spiluðum í svipaðri stöðu og erum með svipaðan stíl, hann er mikilvægur leikmaður í mínum huga.“

,,Ég fékk að hitta hann rétt áður en hann yfirgaf félagið, hann sagði mér að félagið væri góður staður fyrir mig að bæta mig á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Meiddist á fyrstu æfingu eftir að hafa fengið félagaskiptin í gegn

Meiddist á fyrstu æfingu eftir að hafa fengið félagaskiptin í gegn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvar ætlar Arteta að nota Eze? – Tvær mögulegar útgáfur

Hvar ætlar Arteta að nota Eze? – Tvær mögulegar útgáfur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Í gær

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir
433Sport
Í gær

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína