fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Börn Sigþrúðar þurfa að deila svefnherbergi fimm saman: „Það er enga hjálp að fá“

Auður Ösp
Föstudaginn 19. október 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þurfum að reiða okkur á eina innkomu og það er enga hjálp að fá,“ segir Sigþrúður Sigurðardóttir sem búsett er í Bandaríkjunum ásamt þarlendum eiginmanni og börnum þeirra sex. Fjölskyldan hefur gengið í gegnum miklar fjárhagskröggur undanfarin ár og búa í dag í niðurníddu húsi sem þarfnast mikilla endurbóta. Shawn Moxley, eiginmaður Sigþrúður greip til þess örþrifaráðs nú á dögunum að setja af stað söfnun fyrir fjölskylduna á vefnum Gofundme.com.

Biðlar hann þar til fólks um að leggja fjölskyldunni lið með frjálsum framlögum en þau vonast til að ná að safna 40 þúsund dollurum, eða rúmlega 4,8 milljónum íslenskra króna.

„Við kynntumst á Íslandi, þegar Shawn var í hernum,“ segir Sigþrúður, eða Sigga eins og hún er kölluð, í samtali við blaðamann. Þau hafa verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðinn 11 ár en að sögn Siggu fór mikill tími í flakk á milli Íslands og Bandaríkjanna áður en henni var veitt landvistarleyfi vestan hafs.  Fjölskyldan býr í Benton Harbor, 10 þúsund manna borg í Michigan fylki.

„Við lentum í þessum aðstæðum eftir að Shawn slasaðist í hernum og þurfti að gangast undir margar aðgerðir. Hann er með stál plötu aftan á hálsinum og er mjög slæmur í hálsi, baki og hnjám. Eftir að hann var leystur af störfum í hernum af heilsufarsástæðum þá vorum við tekjulaus í tvö ár. Við þurftum að útbúa pappíra fyrir örorkubætur sem tók um tvö ár. Við fórum til Íslands í rúmt á rog á meðan misstum við húsi okkar og allt innbú. Lífið var ágætt áður en hann lenti í slysinu.“

Búa í raka og myglusýktu húsnæði

Það jafnast á við fulla vinnu að ala upp sex börn og hefur Sigga því verið heimavinnandi seinustu árin. Fjölskyldan þarf því að reiða sig eina innkomu, örorkubætur sem Shawn fær greiddar. Sú upphæð hrekkur skammt þegar það þarf að fæða og klæða átta manna fjölskyldu.

„Núna búum við í húsi sem þarf á miklum endurbótum að halda, það þarf að skipta um gólfefni, það þarf að gera við veggi út af rakaskemmdum, gluggarnir eru ónýtir, útihurðirnar eru lélegar, þakið lekur og það þarf að mála alla veggi og loftið. Eldhúsinnréttingin er sömuleiðis orðin slæm og auk þess lekur kjallarinn og þar eru mygluskemmdir.

Börn Shawn og Siggu er 15 ára, 13 ára, 11 ára 9 ára, 6 ára og 3 ára og vegna plássleysis þurfa elstu börnin fimm að deila saman herbergi.

„Börnin sofa öll í einu herbergi nema sá yngsti, hann sefur inni hjá okkur. Okkur langar að breyta bílskúrnum í svefnherbergi fyrir krakkanna,“ segir Sigga jafnframt.

Þeir sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni er bent á söfnunarsíðuna á Gofundme en þar er hægt að leggja fram frjáls framlög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“