fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Skórnir sem gerðu allt vitlaust til sölu á ný – Fyrsta myndbandið sem náði í milljón áhorf á YouTube

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. október 2018 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttarisinn Nike hefur ákveðið að gefa út skóna Tiempo á ný sem voru gríðarlega vinsælir á sínum tíma.

Tiempo skórnir gerðu allt vitlaust á markaðnum fyrir um tíu árum síðan og voru margir af bestu leikmönnum heims sem klæddust þeim.

Fyrir 13 árum síðan birtust skórnir fyrst en það var brasilíska goðsögnin Ronaldinho sem auglýsti þá.

Manst þú eftir myndbandinu er Ronaldinho hitti í slá fjórum sinnum í röð? Hann klæddist þá þessum goðsagnarkenndu skóm.

Ronaldinho lék á þessum tíma með Barcelona og var talinn einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður heims.

Það var fyrsta myndbandið á YouTube sem náði í milljón áhorf. Ansi sérstakt afrek!

Nike hefur nú ákveðið að byrja að framleiða þessa skó á ný en aðeins þúsund eintök verða fáanleg.

Hér má sjá myndir af nýju skónum en búið er að fínpússa marga hluti síðan þeir komu fyrst út árið 2005. Einnig fylgir myndbandið umtalaða af Ronaldinho.

The updated design was a huge hit with the fans and shares similar features to the latest boot
Ronaldinho made the boot famous when he starred in the iconic Nike advert 13 years ago

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze