fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Segir fíkla ekki ráða sér sjálfir: „Hlutur viljans í þessu öllu saman er afskaplega lítill“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 17. október 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er alveg ótrúlegt að okkar samfélag skuli ekki hafa sett meira í að fyrirbyggja og lækna, hlúa að sjúklinugm sem hafa þennan sjúkdóm,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um leið og hann bendir á að enginn sjúkdómur valdi jafn mörgum dauðsföllum í aldursflokknum 20 ára til 40 ára líkt og vímuefnafíkn.

Kári er í viðtali við sjónvarpsþáttinn 21 ásamt Þórarni Tyrfingssyni þar sem umfjöllunarefnið er fíknivandi íslensku þjóðarinnar.

„Þetta á rætur sínar í fordómum í okkar samfélagi. Við sem samfélag verðum að rísa til ábyrgðar. Gera okkur grein fyrir því að við höfum verið með fordóma gagnvart þettum sjúkdómum, og við verðum að gera eitthvað í því.“

Jafnframt bendir Kári á að mikilvægt sé að hjálpin sé til staðar um leið og fíkilinn vill þiggja hana. „Þegar fíkilinn er tilbúin að þiggja meðferð, verður hún að vera opin strax.“

Bendir hann á að fíknin sé heilasjúkdómur þar sem fíkilinn stendur algjörlega vanmáttugur. Því þurfi umhverfið að grípa inn í og koma viðkomandi til aðstoðar.

„Hlutur viljans í þessu öllu saman er afskaplega lítill. Vegna þess að viljinn, eigin vilji er kanski ekki til. Heilinn er líffæri sem er búið til eins og öll önnur líffæri, úr upplýsinugum sem líkist þínu erfðamengi. Þú erfir ákveðna byggingu á þínum heila sem leiðir til þess að þú erfir ákveðna starfsemi.

Þegar starfsemi heilans fer út af sporinu þá verðum við mjög háð því að umhverfið hjálpi okkur. Við eigum mjög erfitt með að gera það sjálf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Í gær

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Í gær

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg