fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Crouch lánaði Lady Gaga jakkafötin

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 16. október 2018 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Crouch, leikmaður Stoke City á Englandi, er mikill húmoristi og er reglulega fyndinn á samskiptamiðlum.

Crouch birti skemmtilega færslu á Twitter síðu sína í kvöld en hann er nýbúinn að sjá kvikmyndina A Star is Born.

Þau Bradley Cooper og Lady Gaga fara með aðalhlutverk í myndinni sem hefur fengið frábæra dóma.

Lady Gaga hefur síðustu ár vakið athygli fyrir klæðnað sinn en í þetta skiptið hlýtur Crouch að fá hrósið.

Söngkonan má þakka Crouch fyrir þessi jakkaföt eins og hann grínast með á Twitter en hann segist hafa lánað henni fötin fyrir frumsýninguna.

,,A Star is Born er ein besta kvikmynd sem ég hef séð í langan tíma. Ég fýla hana svo mikið að ég lánaði Lady Gaga jakkafötin mín,“ skrifaði Crouch.

Crouch er yfir tveir metrar á hæð og eins og má sjá hér fyrir neðan lítur út fyrir að Gaga sé í allt of stórum fötum en svona er víst tískan í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar