fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. október 2018 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru farnir að bíða eftir fyrsta sigri liðsins í langan tíma. Síðasti sigur karlalandsliðsins í alvöru landsleik kom í 9 október á síðasta ári.

Þá vann liðið 2-0 sigur á Kósóvó og tryggði sér sæti á HM í Rússlandi, þetta var einnig sá leikur þar sem Ísland hélt síðast marki sínu hreinu. Síðan eru liðnir þrettán leikir.

Í kjölfarið komu tveir leikir í Katar þar íslenska liðið tapði fyrir Tékklandi og gerði síðan jafntefli við heimamenn.

Í mars á þessu ári var haldið til Bandaríkjanna þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Perú.

Fyrir Heimsmeistaramótið voru svo æfingaleikir gegn Noregi og Ghana, liðið tapaði fyrir Noregi en gerði jafntefli við Ghana.

Á HM í Rússlandi gerði liðið jafntefli við Argentínu en tapaði fyrir Króatíu og Nígeríu.

Eftir HM tók Erik Hamren við liðinu, liðið hefur tapað tvisvar gegn Sviss og einum leik gegn Belgíu. Þá gerði liðið jafntefli við Frakkland.

Í þessum þrettán leikjum hefur liðið fengið á sig 32 mörk, liðið hefur aldrei haldið hreinu. Um er að ræða 2,46 mörk að meðaltali á sig í leik. Þá hefur liðið skorað 12 mörk í leikjunum eða 0,92 mark í leik.

Íslenska landsliðið hefur verið flaggskip íslenskra íþrótta síðustu ár og þarf að finna gamla takta til að komast á Evrópumótið árið 2020 en undankeppni fyrir það hefst í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar