fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

62 prósent Íslendinga fóru erlendis í sumarfríinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. október 2018 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár sem ferðast til útlanda í sumarfríinu. Nær 62 prósent landsmanna ferðuðust til útlanda í sumar en þegar fyrst var spurt fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið.

Þetta kemur fram í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups þar sem Íslendingar voru spurðir út í ferðalög sín síðastliðið sumar.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðuðust frekar til útlanda í sumar en íbúar lands- byggðarinnar. Fólk sem
hefur lokið framhalds- eða háskólaprófi ferðaðist einnig frekar til útlanda en fólk sem hefur ekki framhaldsmenntun að baki.

Loks er fólk líklegra til að hafa ferðast til útlanda í sumar eftir því sem það hefur hærri fjölskyldutekjur. Sú undan tekning er þó á, að hópurinn með lægstu fjölskyldutekjurnar er einnig nokkuð líklegur til að hafa farið til útlanda, en sú hefur ekki verið raunin í fyrri mælingum.

Marktækur munur á milli hópa

Þá ferðuðust rúmlega 69 prósent Íslendinga innanlands í sumar. Færri landsmenn ferðuðust innanlands síðustu fjögur sumur en sumrin 2010 – 2012. Fólk með háskólapróf er líklegra til að hafa ferðast innanlands í sumar en þeir sem hafa ekki lokið háskólaprófi.

14 nætur að meðaltali

Þeir sem ferðuðust til útlanda í sumar gistu hver samtals 14 nætur að meðaltali á ferðalögum sínum og er það aðeins meira en í fyrra þegar meðal- talið var tæplega 13 nætur. Þeir sem ferðuðust innanlands gistu hver samtals rúmlega 8 nætur að meðaltali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram