fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Þóra Björg var of dópuð til að geta horft á alla myndina – „Erfitt að hugsa til baka“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. október 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins mikið og ég elska þetta þá hata ég þetta. Af því að þetta gerir ekki það sama fyrir mig í dag,“ segir Þóra Björg Sigríðardóttir. Þóra Björg er ein af viðmælendum í heimildamyndinni Lof mér að lifa en fyrri hluti myndarinnar var sýndur á RÚV í gærkvöldi. Söguþráður kvikmyndarinnar Lof mér að falla er að hluta til byggður á sögu Þóru Bjargar og annarra einstaklinga sem orðið hafa fíkniefnum að bráð. Þóra Björg greinir frá því í þættinum að hún hafi verið undir of miklum áhrifum eiturlyfja til að geta horft á alla kvikmyndina Lof mér að falla þegar hún var forsýnd.

Frá því að Þóra Björg kom fram í viðtali á Eyjunni árið 2014.

Þóra Björg hefur tekist að vera án fíkniefna. Í þættinum Eyjunni á Stöð 2 var Þóra viðmælandi og hafði þá náð góðum tökum á lífi sínu, en innslagið má sjá neðst í fréttinni. Hún hafði dvalið lengi á Vogi og vildi benda á hættuna sem skapast þegar blandað er saman sjúklingum af mismunandi aldri og af báðum kynjum inn á meðferðarstofnuninni. Sagði Þóra að mikið væri um að eldri menn væru að sækja í ungar stúlkur.

„Þegar við komum þarna inn, brotnar úr neyslu, þá viljum við oft ekki horfa inn á við; á vandann hjá okkur sjálfum. Þá flýjum við vandann þegar einhver sýnir okkur athygli og þá fer öll einbeitingin yfir á hinn aðilann.“

Í mynd Jóhannesar er einnig rætt við Sigurbjörgu Jónsdóttur, eða Sibbu eins og hún er ávallt kölluð. Bæði Þóra Björg og Sibba hafa háð baráttu við fíkniefni frá unglingsaldri en sprautuneysla Sibbu hófst þó ekki fyrr en í fyrrasumar, þegar hún var 42 ára gömul. Þóra Björg byrjaði 16 ára gömul að sprauta sig með rítalíni en segir í myndinni að í dag finni hún ekki fyrir jafnmiklum áhrifum af dópinu.

„Þessi þráhyggja sem mætti þegar ég prufaði þetta í fyrsta skipti, hún hefur ekki farið, maður er alltaf að vonast til að verða fyrir þessu sama aftur. En það verður aldrei. Þannig að ég veit ekki hvort ég eigi einhvern tímann eftir að hætta að nota þetta,“

segir Þóra Björg. Fram kemur að hún fjármagni neysluna meðal annars með fíkniefnasölu, auk þess sem hún fái greiddar örorkubætur og leiti stundum til móður sinnar til að fá pening.

Þá lýsir Sibba hugarástandi fíkilsins, og hvernig fíkniefnin losa um hömlur.

 „Ég veit ekki hvað það er. Það er frelsi frá svo mörgu. Það er frelsi frá því að bera ábyrg. Það er leyfi til að vera fáviti. Efnasamsetningin í mér er þannig að ég er fædd til að nota. Það fer mér fáránlega vel.“

Þóra Björg segir fíknina vera „sterkari en móðurástin“ og Sibba tekur hiklaust undir það.

 „Fíknin er lífið, maður er þræll. Það er bara þannig: við erum öll þrælar einhvers.“

Þóra Björg í þættinum. Skjáskot af myndskeiði þáttarins sem sýndur var á RÚV

Þá lýsa þær því báðar hvernig fíknin heldur þeim í heljargreipum og þær standa í raun algjörlega vanmáttugar.

„Maður gerir sér í raun ekki grein fyrir því hvað maður er að gera sjálfum sér,“

segir Þóra Björg á meðan Sibba segist ennþá vera að selja sér það að hún sé ekki að gera sér illt með neyslunni.

„Þetta er ekki fallegt. Ef ég hugsa um mig sem vin þá finn ég rosalega mikið til með mér. En ég leyfi mér ekki að vera þarna þenkjandi, af því að ég ræð ekki við það.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun