fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Arnar Már Ólafsson er Grindvíkingur ársins 2017

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Már Ólafsson er Grindvíkingur ársins 2017

Arnar hefur vakið athygli margra fyrir dugnað og ósérhlífni í garð samborgara sinna. Um leið og það byrjar að snjóa er Arnar mættur og mokar snjónum frá húsum allra íbúa bæjarins. Aldrei þiggur hann greiðslu fyrir og ef honum er boðin greiðsla svarar hann einfaldlega með bros á vör: „Ég vil bara að fólk njóti þess.“ Arnar Már í viðtali við DV fyrir stuttu.

Arnar er sannkallaður göngugarpur og hefur hann sýnt það í verki að góð hreyfing bætir lífsstíl. Fáir hafa sennilega farið jafn oft á Þorbjörn, fjall Grindvíkinga og er Arnar óþreytandi við að auglýsa hann og aðrar skemmtilegar gönguleiðir í Grindavík. Metnaður og jákvæðni Arnars á leið hans að bættum líffstíl hafa án vafa orðið mörgum innblástur.

Arnar er alltaf geislandi af gleði. Tekur glaður á móti krökkunum í Hópsskóla á morgnana með hlýju, brosi og virðingu. Hann vinnur óeigingjarnt starf fyrir knattspyrnudeildina þar sem hann aðstoðar þjálfara meistaraflokks karla og er jafnan mættur mörgum klukkutímum fyrir æfingar og leiki til að græja vatnsbrúsa, keilur og bolta. Einnig situr hann oft í Hópinu og fylgist með æfingum hjá krökkunum og gefur þeim „five“ og knús ef þau þurfa á að halda.

Manneskjur eins og Arnar gefa bæjarlífi Grindvíkinga svo sannarlega lit og fékk Arnar fjölmargar tilnefningar í ár sem Grindvíkingur ársins, enda má segja að þetta sé framferði sem eftir er tekið og til eftirbreytni fyrir aðra. Jákvæðni hans og drifkraftur smita hratt út frá sér og láta fáa ósnortna.

„Arnar Már Ólafsson er góð fyrirmynd og hann gerir góðan bæ enn betri. Ef allir væru jafn jákvæðir og glaðir og Arnar Már þá væri heimurinn betri, “ sagði í einni tilnefningunni sem Arnar fékk.

Arnar verður formlegur sæmdur nafnbótinni Grindvíkingur ársins 2017 á þrettándagleði bæjarins á laugardag.

Birtist fyrst á grindavik.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að Salah eigi ekki að vera valinn leikmaður tímabilsins – Nefnir annan mikilvægari

Segir að Salah eigi ekki að vera valinn leikmaður tímabilsins – Nefnir annan mikilvægari
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Hulk bætti met Neymar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.