fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 12:22

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið annríki hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðan sídegis í gær og eru fangageymslur nú fullar. Hér er yfirlit yfir helstu málin sem lögreglan sinnti.

Stöð 1: Austurbær-Vesturbær-Miðborg-Seltjarnarnes

-Kl. 22:39 var tilkynnt um árekstur og afstungu í hverfi 107 en þar hafði verið ekið utan í bifreið og fór tjónvaldur af vettvangi án þess að láta vita.

-Kl. 00:04 var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi vera að berja á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Ljóst kom að þarna var um að ræða íbúa í húsinu en hann hafði læst sig úti og ekki náð sambandi við meðleigjanda sinn sem lá sofandi áfengissvefni inni í íbúðinni.

-Kl. 02:10 var karlmaður handtekinn vegna gruns um líkamsárás inni á bar í miðborginni. Þar hafði hann m.a. bitið gest á barnum og beit hann svo dyravörð eftir að dyravörðurinn reyndi að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangaklefa enda var hann mjög ölvaður og illviðræðuhæfur.

-Kl. 03:11 var karlmaður handtekinn í hverfi 108 vegna gruns um ölvun við akstur. Var hann frjáls ferða sinna að lokinni blóðsýnatöku.

-Kl. 03:19 var kvenmaður handtekinn í miðborginni vegna gruns um ölvun við akstur. Var hún frjáls ferða sinna að lokinni blóðsýnatöku.

-Kl. 03:44 var kvenmaður handtekinn í miðborginni vegna gruns um ölvun við akstur. Var hún frjáls ferða sinna að lokinni blóðsýnatöku.

-Kl. 04:33 var tilkynnt um slagsmál á milli nokkurra aðila í miðborginni. Voru slagsmálin yfirstaðin þegar lögreglan kom á vettvang. Rætt var við málsaðila og upplýsingar teknar en enginn handtekinn.

-Kl. 04:42 var karlmaður handtekinn eftir að hann hafði kastaði glerflösku í lögreglubifreið sem var staðsett í akstri í miðborginni. Varð karlmaðurinn mjög æstur þegar lögreglan hafði afskipti af honum og var hann færður á lögreglustöð.

-Kl. 04:55 var karlmaður handtekinn eftir að lögreglan hafði ekið fram á slagsmál á milli hans og annars manns í miðborginni. Voru þeir skildir að og var sá handtekni fluttur á lögreglustöð. Var hann svo frjáls ferða eftir viðræður við lögreglu enda var hann orðinn rólegur og ekki frekari kröfur á hendur honum.

-Kl. 05:20 var karlmaður handtekinn í miðborginni eftir að hann hafði m.a. hrækt á lögreglumenn og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti karlmanninum skömmu áður þar sem hann hafði haft í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Brást hann við á fyrrgreindan hátt og var hann vistaður í fangaklefa enda var hann í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar.

-Kl. 05:35 var karlmaður handtekinn í miðborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna auk þess sem hann var ölvaður. Karlmaðurinn var einnig ökuréttindalaus enda hafði hann verið sviptur þeim fyrir nokkru. Var hann frjáls ferða sinna að lokinni skýrslu- og sýnatöku.

-Kl. 08:59 var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna kvenmanns sem hafði neitað að greiða fyrir leigubifreið sem hún tók að húsnæði í hverfi 105. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við konuna sem var ölvuð en málið var afgreitt á vettvangi.

-Kl. 09:40 voru tveir karlmenn handteknir vegna gruns um nytjastuld á bifreið auk þess sem að annar karlmaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en hann var ökumaður bifreiðarinnar. Voru þeir að auki með meðferðis eggvopn og meint fíkniefni.

 

Stöð 2: Hafnarfjörður-Garðabær-Álftanes

-Kl. 23:49 var tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla í hverfi 210. Var eldurinn slökktur skömmu síðar.

-Kl. 00:44 óskaði leigubifreiðarstjóri sem staddur var í hverfi 221 eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat hann ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið.

-Kl. 01:32 var karlmaður handtekinn í hverfi 210 vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Auk þess var hann með meint fíkniefni og eggvopn meðferðis. Var hann frjáls ferða sinna að lokinni skýrslu- og sýnatöku.

 Stöð 3: Kópavogur-Breiðholt

-Kl. 21:05 voru tveir karlmenn handteknir vegna gruns um vörslu og sölu fíkniefna í hverfi 111. Voru þeir vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

-Kl. 00:16 var kvenmaður handtekin vegna gruns um ölvun við akstur. Var hún frjáls ferða sinna að lokinni sýnatöku.

-Kl. 02:15 var karlmaður handtekinn á bar í hverfi 111 fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Hafði honum verið gefin ítrekuð fyrirmæli að fara af vettvang eftir að hafa lent í stimpingum við dyraverði á barnum. Varð hann ekki við þessum fyrirmælum en hann var mjög æstur og ósamvinnuþýður. Var hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann.

-Kl. 04:02 var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna karlmanns sem hafði læsts inni í söluturni í hverfi 111. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun og tekið útidyrahurðina sem var kviklæst. Í framhaldinu fór hann inn í söluturninn og við það fór þjófanvarnarkerfi söluturnsins í gang og hurðin lokaðist á eftir honum. Var maðurinn þar inni þegar lögreglu bar að. Maðurinn fékk að fara frjáls ferða sinna enda voru ekki frekari kröfur á hendur honum.

Stöð 4: Grafarvogur-Grafarholt-Árbær-Mosfellsbær

-Kl. 18:52 var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið í hverfi 110.

-Kl. 22:25 var karlmaður handtekinn í hverfi 112 vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var hann að auki ökuréttindalaus þar sem hann hafði verið sviptur þeim fyrir nokkru. Var hann frjáls ferða sinna að lokinni skýrslu- og sýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd