fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Var rekinn frá Sky og íhugaði sjálfsmorð – ,,Mér var kastað í ruslið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. október 2018 20:00

Richard Keys (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Gray, fyrrum rödd enska boltanns, hefur tjáð sig um atvik sem kom upp árið 2011 er hann var rekinn frá sjónvarpsstöðinni Sky Sports.

Gray hafði lengi séð um að fjalla um enska boltann ásamt vini sínum Richard Keys en þeir starfa í dag fyrir stöðina beIN Sports.

Gray lét ófögur ummæli falla eftir leik Wolves og Liverpool í janúar 2011 er hann fjallaði um kvenkyns línuvörðinn Sian Massey sem fékk tækifæri í úrvalsdeild karla.

Gray hélt að slökkt væri á hljóðnemum er hann spurði Keys hvort að Massey væri með rangstöðuregluna á hreinu eða hvort að kona ætti að vera að dæma í svo stórum leik.

Hann segist hafa ósanngjarna meðferð frá Sky og viðurkennir það að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir að blaðamenn reyndu að ‘aflífa’ hann fyrir framan alla.

,,Ég er ekki bitur því það myndi þýða að ég væri hugsandi um þetta á hverjum degi. Ég geri það ekki,“ sagði Gray.

,,Ég er þó enn reiður yfir því sem gerðist. Fyrir átta árum þá var ég á hliðarlínunni og lét þessi ummæli falla.“

,,Þetta var örugglega það sem 90 prósent vallargesta voru að hugsa þegar þeir sáu Sian á hliðarlínunni. Þetta var ódýr lína.“

,,Hefði ég átt að segja þetta? Nei. Sé ég eftir því? Já. Eftir þetta augnablik þá varð allt miklu stærra.“

,,Ég taldi mig eiga skilið smá stuðning eftir 20 ár hjá fyrirtækinu. Ég var aflífaður af öllum og sérstaklega í fjölmiðlum. Ég fyrirgef það ekki.“

,,Fólk mun segja að þetta hafi verið mér að kenna en við vorum að spjalla eins og við værum í búningsklefanum.“

,,Ef ég myndi segja ykkur frá því hvað aðrir leikmenn og þjálfarar hafa sagt þá væri það sem ég sagði ómerkilegt.“

,,Það kom mér mjög á óvart að ég hafi ekki fengið neinn stuðning frá Sky. Ég var rekinn og mér var kastað í ruslið.“

,,Enginn skildi hversu erfitt þetta var fyrir mig. Ég var langt niðri og það hefur aldrei verið partur af mínum persónuleika.“

,,Í sex vikur þá las ég ekki blöðin og horfði ekki á fréttirnar. Ég þekkti ekki þessa manneskju sem þeir voru að tala um.“

,,Ég hef séð mikið af fólki framkvæma mun verri glæpi í sjónvarpinu en þeir fá alltaf stuðning, það er frábært að sjá.“

,,Þeir eru svo heppnir, þeir sem fá annað tækifæri. Það er alls konar fólk sem ég gæti nafngreint.“

,,Ég skil ekki af hverju ég fékk ekki eins meðferð. Kannski var það því ég hafði kært News of the World á þessum tíma því þeir höfðu ‘hakkað’ símann minn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
433Sport
Í gær

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Í gær

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“