fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir aðstoða unnusta sinn við að nauðga barnungri þroskaheftri stúlku

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 07:07

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn dæmdi Héraðsdómur Vestfjarða konu í tveggja ára fangelsi fyrir hlutdeild í nauðgun sem átti sér stað í október 2016. Þá var brotið gegn þroskaheftri stúlku á barnsaldri. Konan var ákærð fyrir að hafa aðstoðað unnusta sinn við verknaðinn með því að gefa stúlkunni óþekkta töflu og með því að láta hana reykja kannabisefni þannig að hún varð sljó. Í dómnum kemur fram að konan hafi síðan legið við hlið fórnarlambsins og fróað sér á meðan unnusti hennar nauðgaði henni.

Unnusti konunnar, sem einnig var ákærður, lést áður en aðalmeðferð málsins fór fram. Skýrsla, sem lögreglan tók af honum við rannsókn málsins, var spiluð fyrir dómi. Í þeirri skýrslutöku neitaði hann sök.

Konan neitaði sök fyrir dómi og sagði að stúlkan og unnusti sinn hefðu haft kynmök en þau hafi verið með vilja beggja. Hún sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu ung stúlkan var og hafi ekki vitað að hún er þroskaheft.

Fyrir dómi sagði stúlkan að konan hefði gefið sér kringlótta pillu sem á stóð „E“ en hún hefði reynt að hafna því að taka pilluna en það hafi ekki borið árangur.

„Eftir það hefði hana farið að svima og allt í einu hafi hún verið komin úr fötunum.“

Segir í dómnum.

Stúlkan fór síðan heim með leigubíl. Hún þorði ekki að segja móður sinni frá málinu en það komst upp eftir að kona sagði móður stúlkunnar frá þessu. Sú ákærða hafði sagt konunni að hún og unnusti hennar hefðu farið í „threesome“ með stúlkunni og sýndi henni myndir af því. Móðirin sneri sér til barnaverndaryfirvalda í framhaldi af þessu og hófst þá rannsókn á málinu.

Sálfræðingur kom fyrir dóm og sagði að vanlíðan og sálræn viðbrögð stúlkunnar svari til líðanar sem er þekkt hjá þeim sem verða fyrir kynferðisbrotum. Hann sagði að fólki ætti að vera ljóst að stúlkan sé þroskaskert og ekki þurfi mikil samskipti við hana til að átta sig á því.

Héraðsdómurinn sagði framburð konunnar fyrir dómi ótrúverðugan og að hún hefði átt að átta sig á aldri stúlkunnar og þroskaskerðingu hennar. Hún hafi vitað hvað stóð til þegar stúlkan kom heim til hennar og unnustans og hafi sjálf átt frumkvæðið að kynmökum sem áttu sér stað á milli unnustans og stúlkunnar. Það að hún hafi spurt stúlkuna hvort hún vildi taka þátt í kynlífi með þeim leysi hana ekki undan ábyrgð á að hafa átt hlut að því sem fór fram. Hlutdeild hennar í verknaðinum hafi verið bæði athöfn og athafnaleysi. Hún hefði átt að koma í veg fyrir kynlíf unnusta síns með stúlkunni við þessar aðstæður og að hún hafi viðurkennt að hafa tekið þátt í kynlífinu en hafi bara hætt þátttöku af því að henni hafi fundist sem hún væri höfð útundan. Segir í dómnum að ekki sé hægt að líta öðruvísi á en að konan hafi haft ásetning um að misnota sér aðstöðu sína gagnvart stúlkunni þetta kvöld. Stúlkan hafi verið ein og upp á konuna og unnusta hennar komin, þau hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða lyfja, hafi verið töluvert eldri en stúlkan og stúlkan hafi verið lokuð inni í herbergi, barnung þroskaheft stúlka sem átti sér enga undankomuleið.

Konan var dæmd í tveggja ára fangelsi og til að greiða stúlkunni eina milljón króna í miskabætur auk 3,6 milljóna í sakarkostnað.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“