fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Svarar forsetanum fullum hálsi – ,,Skrifaðu bréf til FIFA og leyfðu honum að spila fyrir annað lið“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti franska knattspyrnusambandsins, Noel De Graet telur að Karim Benzema muni aldrei leika aftur fyrir franska landsliðið.

Benzema hefur ekkert spilað fyrir þjóð sína undanfarin þrjú ár eftir atvik sem kom upp árið 2015 sem tengist þáverandi liðsfélaga hans, Mathias Valbuena.

Benzema var þá ásakaður um að hafa kúgað fé út úr liðsfélaga sínum, Valbuena og er það mál enn í vinnslu samkvæmt De Graet.

,,Valbuena-Benzema málið tók sig upp á ný í síðustu viku og þetta er ekki búið,“ sagði Le Graet.

,,Það eru liðin þrjú eða fjögur ár. Þetta hefði átt að vera búið fyrir löngu.“

,,Ég hef ekkert á móti Karim, hann hefur alltaf hagað sér vel í landsliðinu en ég held að ferill hans þar sé búinn sérstaklega því hann hefur ekki verið að spila vel í dágóðan tíma.“

Karim Djaziri, fyrrum umboðsmaður Benzema, er kominn með nóg af því hvernig sambandið kemur fram við leikmanninn.

Djaziri svaraði De Graet fullum hálsi í kjölfarið og segir honum að leyfa Benzema að spila fyrir annað landslið.

,,Noel, þú varst búinn að enda feril Karim í júní árið 2018 og nú ertu að gera það aftur og móðgar hann á sama tíma,“ sagði Djaziri.

,,Hvað er planið? Ertu með samviskubit yfir einhverju? Skrifaðu bréf til FIFA og leyfðu honum að spila fyrir annað landslið og sjáum hvort hann sé ‘búinn’.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“