fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ingimar Skúli handtekinn ásamt níu erlendum mönnum – Áberandi í þrælaþætti Kveiks

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. október 2018 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingimar Skúli Sævarsson, eigandi og stjórnandi starfsmannaleigunnar Manngildis, var handtekinn í morgun ásamt níu erlendum karlmönnum. Samkvæmt RÚV komu erlendu mennirnir til landsins á fölskum skilríkjum, sem sýndu þá frá Litháen, svo þær gætu fengið kennitölu og þar með unnið hér á landi.

Tryggvi Agnarsson, lögmaður Ingimars, fullyrðir í samtali við RÚV að Ingimar Skúli hafi ekki vitað að erlendu mennirnir hafi komið hingað á fölsuðum skilríkjum. „Fólk svíkur sig inn á félagið til að fá vinnu. Menn hjá fyrirtækinu hafa á engan hátt átt þátt í því að vinna með fölsuð skilríki,“ hefur RÚV eftir Tryggva. „Hann hafnar því að hafa haft nokkra minnstu vitneskju um að þessi skilríki væru ekki í lagi og bendir á að hann hafi enga hagsmuni af því að taka þátt í neinu slíku og mundi ekki gera það,“ segir Tryggi.

Sjá einnig: Starfsmannaleiga í Kópavogi: Ásakanir um frelsissviptingu og skipulagða glæpastarfsemi – „Hann stóð yfir mér og spurði hvert ég væri eiginlega að fara“

Ingimar Skúli Sævarsson var áður eigandi og stjórnandi Verkleigunnar en Kveikur fjallaði meðal annars um þá starfsmannaleigu í eftirminnilegum þætti í síðustu viku. DV fjallaði ítarlega um Ingimar og félag hans í fyrra. Meðal annars var deilt um hvort starfsfólk hafi verið svipt frelsi sínu daginn sem yfirmaðurinn var rekinn og hvort skipulögð glæpastarfsemi hafi verið stunduð innan félagsins. Málið er í rannsókn, bæði hjá lögreglunni og lögmanni starfsmannaleigunnar.

Skrifstofufólk Verkleigurnar ræddi við DV á sínum tíma um málið. Sagði Þóra Björk Ottesen, markaðsstjóri:  „Meðan við vorum að tala saman kom sá sem við höfum kallað vöðvatröllið og stóð fyrir skrifstofuhurðinni, frekar ógnandi með krosslagðar hendur, eins og við værum ekkert að fara þarna út. Það fór ekkert leynt.“

Unnur Sigurðardóttir sem starfaði á skrifstofunni sagðist hafa verið mjög hrædd og grátið fyrir framan mennina.  „Ég hringdi í manninn minn í hræðslukasti og spurði hann hvort hann gæti sótt barnið. Hann vissi ekkert hvað var í gangi og ég sagði að ég yrði að útskýra það fyrir honum seinna. Ég þorði ekki að segja honum hvað væri að gerast í símann.“

Tryggvi var á sínum tíma boðaður til skýrslutöku hjá lögreglunni varðandi þetta mál. Í samtali við DV sagði hann: „Því er algjörlega hafnað að frelsissvipting hafi átt sér stað þarna. Það var enginn beittur neinni nauðung eða neinu slíku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum