fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Starfsmenn að gefast upp: „Það eru allir Íslendingar að flýja“ – Ljónheppinn að drepa sig ekki

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 5. október 2018 09:20

Kísilver PCC á Bakka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ástandið er hræðilegt á vinnustaðnum og það dettur ekki nokkrum heimamanni í hug að sækja um vinnu hjá þessu fyrirtæki. Það eru örfáir Íslendingar sem starfa í framleiðslunni og flestir þeirra ætla að þrauka til áramóta til þess að fá þrettánda mánuðinn greiddan. Síðan munu menn segja upp,“ segir starfsmaður PCC á Bakka í samtali við DV.

Fréttir af mikilli ólgu meðal starfsmanna kísilversins hafa verið háværar undanfarna viku. Fjallað var um málið í frétt Fréttablaðsins í vikunni en þar kom fram að óánægja starfsmanna væri margþætt og beindist gegn stjórnarháttum yfirmanna, vinnuaðstöðu og launakjörum.

Heppinn að drepa sig ekki

Ekki bætti úr skák þegar fréttir bárust af alvarlegu vinnuslysi þriðjudaginn 2. október. Starfsmaður slasaðist alvarlega við vinnu sína þegar hann fékk í sig skot úr byssu sem notuð er þegar tappa á bráðnum málmi úr ofni verksmiðjunnar. „Hann var ljónheppinn að drepast ekki. Þetta er skýrt dæmi um þá óstjórn sem verið hefur í gangi. Það eru til aðrar leiðir til að tappa af ofninum en þær hafa verið ófærar út af bilunum sem ekki hefur verið gert við. Byssan hefur því verið í mun meiri notkun en eðlilegt getur talist og það eru byssuskot úti um alla verksmiðju. Það er bannað að nota slík tæki í Noregi og það er með ólíkindum að það sama gildi ekki hérlendis,“ segir starfsmaðurinn.

Í kjölfar slyssins má segja að starfsmönnum hafi verið nóg boðið. „Einn reyndur starfsmaður á annarri vakt neitaði að nota byssuna nema öryggi starfsmanna væri tryggt. Það verður vonandi til þess að að það heyri til undantekninga að heyra byssuskot á Bakka,“ segir starfsmaðurinn.

Lág laun fyrir erfiða vinnu

Starfsmannavelta á Bakka hefur verið afar mikil undanfarið og nýir starfsmenn eru nánast undantekningarlaust frá Eystrasaltslöndunum. „Það eru allir Íslendingar að flýja fyrirtækið. Þeir borga algjör skítlaun fyrir mjög líkamlega erfiða vaktavinnu. Fyrir fulla vinnu er ég að fá rúmlega 300 þúsund krónur í útgreidd laun og ég mun ekki láta bjóða mér þetta lengur. Ég reikna með því að segja upp eftir áramót,“ segir starfsmaðurinn. Hann segir að íslenskir starfsmenn séu afar óánægðir með þær fyrirhuguðu breytingar að taka upp eingöngu tólf tíma vaktakerfi. „Það er fínt fyrir útlendinga sem koma hingað á eins konar vertíð. En það er ekki eitthvað sem íslenskir fjölskyldumenn geta hugsað sér.“

Þá segir hann marga reynda starfsmenn furðu lostna yfir því að ekkert sé reynt til þess að halda í þá. „Fyrirtækið hefur fjárfest gríðarlega í starfsmönnunum sínum. Við höfum setið rándýr námskeið og höfum reynslu sem ég myndi telja verðmæta. Þess í stað þá reynir fyrirtækið ekki einu sinni að halda í starfsmenn sem segja upp og ráða þess í stað starfsmenn frá Eystrasaltslöndunum sem ætla sér bara að starfa í nokkra mánuði. Það segir sig sjálft að slíkur rekstur er dauðadæmdur,“ segir starfsmaðurinn.

Eins og staðan er í dag þá er aðeins einn ofn, Birta, í rekstri á Bakka. Illa gekk að koma Birtu í fullan rekstur, meðal annars kviknaði eldur í verksmiðjunni í júlí, sem tafði ferlið mjög. Þegar það þó tókst var næsta verkefni að reyna að koma hinum ofninum, Boga, í rekstur. Það ferli hefur verið martraðarkennt. „Það eru stöðugar bilanir. Það er búið að reyna að koma honum að minnsta kosti þrisvar í gang en það endar alltaf með því að það brotna í honum rafskaut áður en að hann er kominn á fullt afl. Þá þarf að moka hráefninu upp úr ofninum sem og skautabrotunum. Síðan þarf að byrja upp á nýtt,“ segir starfsmaðurinn. Á heimasíðu kísilversins kemur fram í frétt frá 2. október að undirbúningsvinnu við gangsetningu Boga sé lokið og að fyrirtækið stefni á að ofninn verði kominn í góðan og stöðugan rekstur á allra næstu dögum.

„Það er öllu alvarlegra að stjórnendur fyrirtækisins skelli algjörlega skollaeyrum við því að það sé ekki nægilegur mannskapur til staðar til þess að manna vaktir ef Bogi kemst í gang. Það er alveg ljóst að álagið á starfsfólk er komið yfir þolmörk og því skil ég ekki hvernig þetta á að vera gerlegt,“ segir starfsmaðurinn að lokum.

Byssan á Bakka Starfsmenn vonast til þess að byssuskotum fari fækkandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum